
Selfoss er að stinga af á toppi 2. delidar kvenna eftir leiki gærdagsins, án þess að hafa sparkað í bolta.
Selfosskonur sátu í sófanum þegar ÍH og Völsungur, liðin sem eru í öðru og þriðja sæti, misstigu sig bæði á útivelli.
ÍH gerði óvænt jafntefli gegn Sindra á meðan Völsungur steinlá eftir ótrúlegan seinni hálfleik á Álftanesi.
ÍH lenti undir gegn Sindra en Ingibjörg Magnúsdóttir var afar snögg að jafna metin til að tryggja stig.
Á Álftanesi var staðan jöfn 2-2 í leikhlé en það virtist ekki vera nein leið til að stöðva markaflóðið sem fór af stað í síðari hálfleik.
Emma Lake Nicholson tók forystuna fyrir Völsung þegar hún fullkomnaði þrennuna sína í upphafi síðari hálfleiks en það dugði ekki til. Halla Bríet Kristjánsdóttir kom Húsvíkingum í tveggja marka forystu en þá hrundi allt, í stöðunni 2-4 fyrir Völsungi.
Anna Katrín Ólafsdóttir og Ásthildur Lilja Atladóttir voru ótrúlega fljótar að jafna metin fyrir heimakonur áður en Þóra María Hjaltadóttir lét til sín taka með tveimur mörkum á jafn mörgum mínútum.
Þóra María fullkomnaði þannig þrennu á meðan Anna Katrín setti tvö í því sem reyndist að lokum ótrúlegur 7-4 endurkomusigur.
Álftanes er aðeins með 9 stig eftir 8 umferðir, tólf stigum á eftir Völsungi.
Að lokum sigraði Vestri þægilegan 4-1 sigur gegn ÍR í neðri hlutanum.
Sindri 1 - 1 ÍH
1-0 Arna Ósk Arnarsdóttir ('73 )
1-1 Ingibjörg Magnúsdóttir ('74 )
Álftanes 7 - 4 Völsungur
1-0 Þóra María Hjaltadóttir ('5 )
1-1 Emma Lake Nicholson ('21 )
1-2 Emma Lake Nicholson ('23 )
2-2 Halldóra Hörn Skúladóttir ('27 )
2-3 Emma Lake Nicholson ('50 )
2-4 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('58 )
3-4 Anna Katrín Ólafsdóttir ('61 )
4-4 Ásthildur Lilja Atladóttir ('62 )
5-4 Þóra María Hjaltadóttir ('68 )
6-4 Þóra María Hjaltadóttir ('69 )
7-4 Anna Katrín Ólafsdóttir ('74 )
Vestri 4 - 1 ÍR
1-0 Alyssa Yana Daily ('17 )
1-1 Helga Kristinsdóttir ('30 )
2-1 Lauren Grace Woodcock ('65 , Mark úr víti)
3-1 Andrea Martinez Monteagudo ('68 )
4-1 Chloe Hennigan ('70 )
2. deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Selfoss | 9 | 9 | 0 | 0 | 42 - 5 | +37 | 27 |
2. ÍH | 8 | 7 | 1 | 0 | 45 - 10 | +35 | 22 |
3. Völsungur | 9 | 7 | 0 | 2 | 40 - 18 | +22 | 21 |
4. Fjölnir | 7 | 4 | 2 | 1 | 16 - 11 | +5 | 14 |
5. Dalvík/Reynir | 9 | 3 | 1 | 5 | 20 - 20 | 0 | 10 |
6. Álftanes | 8 | 3 | 0 | 5 | 20 - 23 | -3 | 9 |
7. Vestri | 8 | 3 | 0 | 5 | 15 - 25 | -10 | 9 |
8. Sindri | 9 | 2 | 2 | 5 | 14 - 21 | -7 | 8 |
9. Einherji | 8 | 2 | 2 | 4 | 12 - 23 | -11 | 8 |
10. ÍR | 8 | 1 | 2 | 5 | 11 - 22 | -11 | 5 |
11. KÞ | 6 | 1 | 2 | 3 | 5 - 18 | -13 | 5 |
12. Smári | 7 | 0 | 0 | 7 | 1 - 45 | -44 | 0 |
Athugasemdir