Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í stóru hlutverki hjá FC Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabii. Hann var keyptur frá Lyngby síðasta sumar.
Hann byrjaði þrjá bikarleiki og kom við sögu í fimm deildarleikjum síðasta vetur.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Kolbeini frá Þýskalandi, Belgíu og Englandi. Hann þekkir til í Þýskalandi eftir að hafa verð á mála hjá Dortmund og leikið með varaliði félagsins.
Það hefur einnig verið slúðrað um áhuga frá Brann í Noregi en Fótbolti.net hefur ekki fengið þær sögur staðfestar.
Utrecht hefur verið orðað við Calvin Verdonk, vinstri bakvörð NEC Nijmegen, og ef hann kemur má telja næsta víst að Kolbeinn fari annað.
Hann byrjaði þrjá bikarleiki og kom við sögu í fimm deildarleikjum síðasta vetur.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Kolbeini frá Þýskalandi, Belgíu og Englandi. Hann þekkir til í Þýskalandi eftir að hafa verð á mála hjá Dortmund og leikið með varaliði félagsins.
Það hefur einnig verið slúðrað um áhuga frá Brann í Noregi en Fótbolti.net hefur ekki fengið þær sögur staðfestar.
Utrecht hefur verið orðað við Calvin Verdonk, vinstri bakvörð NEC Nijmegen, og ef hann kemur má telja næsta víst að Kolbeinn fari annað.
Kolbeinn er 25 ára og spilar oftast sem vintri bakvörður eða vængbakvörður. Hann á að baki 14 A-landsleiki.
Athugasemdir