
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Það er langt síðan ég hef grenjað svona," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 2-0 tap gegn Sviss á Evrópumótinu í kvöld.
„Þetta er gríðarlega súrt og erfitt að geta ekki gefið stuðningsmönnunum okkar það að fara áfram."
„Þetta er gríðarlega súrt og erfitt að geta ekki gefið stuðningsmönnunum okkar það að fara áfram."
Þegar riðlarnir komu út, þá horfði maður án efa í það að komast áfram en í staðinn erum við úr leik eftir tvo leiki.
„Við ætluðum okkur stærri hluti en svona er fótboltinn. Við áttum ekki nógu góðan leik á móti Finnum, vorum betri í dag en það gekk ekki."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Karólína ræðir frekar um leikinn í kvöld og Evrópumótið.
Athugasemdir