Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mán 07. júlí 2025 22:19
Kjartan Leifur Sigurðsson
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði að ná ekki að fá ekki að meira út úr þessu," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH í Bestu deild karla, eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

FH byrjaði leikinn betur en Stjarnan vann sig betur inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleikinn og uppskáru mark.

„Við vorum góðir fyrstu 25 mínúturnar og létum boltann ganga. Svo hættum við því og töpum boltanum á stöðu þar sem Stjarnan refsa og þá voru þeir betri það sem eftir lifði hálfleiks. Frábær karakter að við spiluðum betur í seinni hálfleik þar sem allt annað FH lið kom út.

Helgi Mikael Jónasson dæmdi eitt víti á hvort lið undir lok fyrri hálfleiks. Báðir dómararnir eru umdeildir.

„Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur. Ég hef ekki séð hinn dóminn en menn segja það líka hafa verið rangan dóm."

Úlfur Ágúst Björnsson skoraði skrautlegt mark til að jafna leikinn fyrir FH þegar hann tók boltann í fyrsta og sneri hann framhjá Árna Snæ sem var framarlega í marki Stjörnumanna.

„Við vitum það að Árni er framarlega og höfðum rætt það fyrir leik. Úlfur gerði þetta bara frábærlega vel."
Athugasemdir
banner
banner