Ítalski þjálfarinn Francesco Farioli er tekinn við portúgalska liðinu Porto.
Farioli, sem hóf þjálfaraferil sinn sem markvarðarþjálfari hjá liðum Roberto De Zerbi, skrifaði undir tveggja ára samning við Porto, en hann tekur við liðinu af Martin Alsemi sem var rekinn á dögunum.
Ferill Farioli sem aðalþjálfari er ekki langur. Hann stýrði fyrst Fatih Karagumruk í Tyrklandi og fékk mikið lof fyrir að gjörbreyta leikstíl liðsins áður en hann tók við Alanyaspor níu mánuðum síðar.
Þar þjálfaði hann í eitt og hálft ár áður en hann tók við Nice í Frakklandi.
Ítalanum tókst að gera Nice mjög svo samkeppnishæft í titilbaráttunni á fyrsta tímabili sínu, en þeim fataðist aðeins flugið þegar leið á tímabilið og hafnaði í 5. sæti, sem tryggði Evrópudeildarsæti.
Um sumarið samdi hann við Ajax í Hollandi og náði að gera liðið aftur að titilbaráttuliði. Ajax var með níu stiga forystu á toppnum þegar fimm umferðir voru eftir en þá hrundi allt og tókst liðinu á einhvern ótrúlegan hátt að kasta titlinum frá sér.
Farioli sagði upp störfum eftir tímabilið og hefur nú verið ráðinn þjálfari Porto.
Porto hafnaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili, níu stigum á eftir Sporting sem varð meistari. Þá datt liðið út í riðlakeppni HM félagsliða í ár.
???????????? ???????????????? ???????? ???????????????? ? Aqui está o nosso novo treinador ????
— FC Porto (@FCPorto) July 6, 2025
Bem-vindo, Francesco Farioli ???? #SeguimosJuntos @france_fario
Athugasemdir