Það fóru tveir leikir fram í 5. deild karla í gær, þar sem Hörður sigraði gegn KM á Ísafirði í A-riðli á meðan KFR vann með dramatískum hætti á útivelli gegn Spyrni í B-riðli.
Sigurður Arnar Hannesson skoraði eina mark leiksins á Ísafirði, en liðin eru bæði í neðri hluta deildarinnar. Þetta var aðeins annar sigur Harðar á tímabilinu.
KFR bætti hins vegar stöðu sína á toppi A-riðils með dramatískum sigri gegn Spyrni, þar sem heimamenn leiddu allt þar til á lokamínútunum.
Spyrnir tók forystuna í fyrri hálfleik og var staðan orðin 2-1 þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af venjulegum leitkíma. Það var þá sem Arnór Snær Magnússon fékk að líta seinna gula spjaldið sitt í liði heimamanna og voru Rangæingar tilbúnir til að refsa með tveimur mörkum á lokakaflanum.
Þeir stálu þannig sigrinum, þar sem lokatölur urðu 2-3.
Í fyrradag fóru einnig leikir fram þar sem Hrvoje Tokic var hetjan á Stokkseyri. Hann skoraði tvennu í 5-3 sigri gegn toppbaráttuliði RB, en þetta er aðeins annar sigur Stokkseyringa á tímabilinu.
RB er fimm stigum á eftir KFR í toppbaráttunni eftir þetta tap.
Á sama tíma skoraði Alexander Aron Davorsson tvennu í þægilegum sigri hjá Álafossi á útivelli gegn Skallagrím.
Liðin mættust í toppslag A-riðils en Álafoss vann þægilegan sigur til að koma sér fimm stigum fyrir ofan Skallagrím í toppbaráttunni. Álafoss er með 21 stig eftir 8 umferðir.
Hörður Í. 1 - 0 KM
1-0 Sigurður Arnar Hannesson ('76 )
Spyrnir 2 - 3 KFR
1-0 Heiðar Logi Jónsson ('29 )
1-1 Bjarni Þorvaldsson ('62 )
2-1 Þór Albertsson ('72 )
2-2 Stefán Bjarki Smárason ('83 )
2-3 Helgi Valur Smárason ('91 )
Rautt spjald: Arnór Snær Magnússon , Spyrnir ('80)
Stokkseyri 5 - 3 RB
1-0 Hrvoje Tokic ('9 )
1-1 Arnbjörn Óskar Haraldsson ('14 )
2-1 Hrvoje Tokic ('47 )
3-1 Gunnar Flosi Grétarsson ('57 )
3-2 Jakub Cukrowski ('74 , Mark úr víti)
4-2 Guðni Þór Valdimarsson ('77 )
4-3 Arnbjörn Óskar Haraldsson ('83 , Mark úr víti)
5-3 Marteinn Maríus Marinósson ('86 )
Skallagrímur 2 - 4 Álafoss
0-1 Alexander Aron Davorsson ('19 )
0-2 Alexander Aron Davorsson ('27 , Mark úr víti)
0-3 Patrekur Orri Guðjónsson ('38 )
1-3 Gabriel Simon Inserte ('75 )
1-4 Davíð Ívarsson ('78 )
2-4 Viktor Ingi Jakobsson ('90 )
5. deild karla - A-riðill
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Álafoss | 8 | 7 | 0 | 1 | 30 - 17 | +13 | 21 |
2. Skallagrímur | 8 | 5 | 1 | 2 | 24 - 12 | +12 | 16 |
3. Smári | 7 | 3 | 2 | 2 | 29 - 13 | +16 | 11 |
4. Léttir | 7 | 3 | 2 | 2 | 23 - 13 | +10 | 11 |
5. KM | 8 | 3 | 1 | 4 | 13 - 11 | +2 | 10 |
6. Uppsveitir | 7 | 3 | 0 | 4 | 10 - 17 | -7 | 9 |
7. Hörður Í. | 8 | 2 | 2 | 4 | 16 - 13 | +3 | 8 |
8. Reynir H | 7 | 0 | 0 | 7 | 6 - 55 | -49 | 0 |
5. deild karla - B-riðill
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KFR | 8 | 6 | 1 | 1 | 22 - 12 | +10 | 19 |
2. RB | 8 | 4 | 2 | 2 | 19 - 15 | +4 | 14 |
3. Spyrnir | 7 | 3 | 2 | 2 | 24 - 15 | +9 | 11 |
4. BF 108 | 6 | 3 | 2 | 1 | 13 - 8 | +5 | 11 |
5. SR | 7 | 2 | 2 | 3 | 21 - 24 | -3 | 8 |
6. Þorlákur | 7 | 2 | 1 | 4 | 12 - 20 | -8 | 7 |
7. Stokkseyri | 8 | 2 | 0 | 6 | 16 - 22 | -6 | 6 |
8. Úlfarnir | 7 | 1 | 2 | 4 | 14 - 25 | -11 | 5 |
Athugasemdir