
Fótboltamaðurinn Rob Holding verður aftur mættur í landsliðstreyju Íslands í dag þegar stelpurnar okkar mæta Sviss á Evrópumótinu.
Holding er kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur, leikmanns Íslands, og er hér mættur út til að styðja hana og íslenska liðið.
Holding er kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur, leikmanns Íslands, og er hér mættur út til að styðja hana og íslenska liðið.
Holding hefur síðustu ár verið að spila fótbolta á Englandi með Arsenal, Crystal Palace og Sheffield United. Sveindís er á leið til Bandaríkjanna að spila með Angel City í Los Angeles og hann vonast til þess að komast í bandaríska boltann líka.
„Ég styð hana heilshugar í því sem hún gerir. Skipti hennar til Angel City eru frábær. Hún er íslensk stjarna, evrópsk stjarna og verður núna heimsstjarna," sagði Holding við Fótbolta.net á dögunum.
„Þetta verður áskorun fyrir okkur en síðustu sex til sjö mánuðir hjá okkur hafa verið í fjarsambandi þar sem hún hefur verið að spila með Wolfsburg og ég hef verið að spila á Englandi. Það er bara klukkutímaflug en núna eru þetta tíu klukkutímar."
„Við sjáum hvað gerist í framtíðinni. Draumur minn hefur alltaf verið að spila í MLS-deildinni (í Bandaríkjunum). Þegar hún fékk tækifæri til að fara þangað, þá studdi ég við bakið á henni. Ég sé hvert framtíðin leiðir mig en við verðum vonandi einn daginn bæði í Bandaríkjunum að spila fótbolta," sagði Holding.
Athugasemdir