Baldur Logi byrjar gegn uppeldisfélaginu - Emil ekki í hóp
FH og Stjarnan mætast í Bestu deildinni í kvöld. FH er í fallsæti og Stjarnan hefur tapað tveimur leikjum í röð, þar með talinn undanúrslitaleikur Mjólkurbikarsins gegn Val.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Stjarnan
Grétar Snær Gunnarsson og Arngrímur Bjartur Guðmundsson setjast á bekkinn og Baldur Kári Helgason tekur út leikbann. Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Böðvar Böðvarsson og Tómas Orri Róbertsson koma inn. Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikr Bjarna á tímabilinu.
Örvar Eggertsson er í banni hjá Stjörnunni og Alex Þór Hauksson sest á bekkinn. Baldur Logi Guðlaugsson, sem er uppalinn hjá FH, og Örvar Logi Örvarsson koma inn. Emil Atlason er ekki í hópnum eftir að hafa komið inn á og þurft að fara aftur af velli í 3-1 tapi gegn Val.
Bjarki Hrafn Garðarsson, sem er fæddur árið 2010, er á bekknum hjá Stjörnunni en hann er sonur Garðars Jóhannssonar fyrrum leikmanns Stjörnunnar.
Byrjunarlið FH:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ísak Óli Ólafsson
23. Tómas Orri Róbertsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Þorri Mar Þórisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Benedikt V. Warén
28. Baldur Logi Guðlaugsson
32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Athugasemdir