Spennan er að magnast á EM kvenna þar sem önnur umferð riðlakeppninnar er í fullum gangi.
Ísland er fyrsta þjóðin til að vera slegin úr leik en í dag og í kvöld eru gríðarlega spennandi slagir á dagskrá á milli fjögurra stórþjóða í fótboltaheiminum.
Spánn vermir toppsæti riðilsins eftir stórsigur gegn Portúgal í fyrstu umferð og spila heimsmeistararnir við Belgíu í dag.
Ítalía spilar svo við Portúgal í kvöld og því sem gæti reynst úrslitaleikur um annað sæti riðilsins.
B-riðill
16:00 Spánn - Belgía (RÚV)
19:00 Portúgal - Ítalía (RÚV 2)
Athugasemdir