Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Er tími Kötlu kominn?
Icelandair
EM KVK 2025
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: KSÍ
Katla Tryggvadóttir átti virkilega góða innkomu í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu gegn Finnlandi á dögunum.

Hún kom inn af bekknum í síðari hálfleik og komst nálægt því að jafna leikinn.

Katla, sem er tiltölulega nýorðin tvítug, hefur spilað sjö A-landsleiki en í sex þeirra hefur hún komið inn af bekknum. Hún byrjaði vináttulandsleik gegn Danmörku undir lok síðasta árs og spilaði þar klukkutíma.

Rætt var um Kötlu í EMvarpinu á dögunum og spurning er hvort að tími hennar sé ekki kominn, að fá að byrja alvöru leik.

„Það sem stendur upp úr hjá mér með seinni hálfleikinn er innkoma Kötlu, hún kom inn af þvílíkum krafti," sagði Aron Guðmundsson, fréttamaður Sýn, í þættinum.

„Hún er enginn aukvissi þessi leikmaður. Það er hægt að treysta á hana til að koma inn og gera hluti."

„Það er bolti í henni," sagði undirritaður. „Algjörlega, maður sá það bersýnilega. Hún er beinskeyttur leikmaður sem getur ógnað á mörgum sviðum. Ég væri til í að sjá meira af henni á þessu móti," sagði Aron jafnframt.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Athugasemdir
banner