Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   sun 06. júlí 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert ákveðið varðandi framtíð Endrick - „Treysti á alla þrjá“
Mynd: EPA
Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir ekkert ákveðið hvort brasilíska undrabarnið Endrick verði áfram hjá félaginu eða ekki á næstu leiktíð.

Brasilíumaðurinn kom til Real Madrid á síðasta ári en ekki alveg náð að finna sig hjá spænska stórliðinu.

Hann fékk ekki margar mínútur undir stjórn Carlo Ancelotti og þá ekki enn fengið tækifærið til að sanna sig undir Alonso þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Hinn 21 árs gamli Gonzalo Garcia hefur nýtt tækifærið í fjarveru Endrick og er markahæsti leikmaður mótsins með fjögur mörk og er samkeppnin orðin töluverð um sæti í hópnum.

Real Madrid er sagt opið fyrir því að lána Endrick annað fyrir komandi tímabil, en ekkert hefur verið ákveðið til þessa.

„Ég treysti á alla þrjá (framherjana). Endrick er að jafna sig af meiðslum, en auðvitað treystum við líka á hann. Við erum ekki að plana hópinn fyrir næsta tímabil heldur snýst þetta um að fá frammistöðu á þessu móti. Hitt verður ákveðið síðar,“ sagði Alonso.
Athugasemdir