Framtíð Ísaks Snæs Þorvaldssonar er í óvissu en hann hefur talsvert verið orðaður frá norska félaginu Rosenborg síðustu daga og vikur.
Hann hafði verið ónotaður varamaður hjá Rosenborg í tveimur síðustu leikjum þegar kom að leik dagsins gegn Sandefjord og hann kom ekki heldur við sögu í honum, í leik sem Sandefjord vann 2-0. Ísak virðist ekki vera í myndinni hjá þjálfara Rosenborg.
Hann hafði verið ónotaður varamaður hjá Rosenborg í tveimur síðustu leikjum þegar kom að leik dagsins gegn Sandefjord og hann kom ekki heldur við sögu í honum, í leik sem Sandefjord vann 2-0. Ísak virðist ekki vera í myndinni hjá þjálfara Rosenborg.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Vålerenga áhuga á Ísaki en Fótbolti.net hefur ekki fengið þær upplýsingar staðfestar.
Hann hefur líka verið orðaður við heimkomu til Íslands, orðaður við Breiðablik en Halldór Árnason sagði á fimmtudagskvöld að Blikar væru ekki að skoða þann möguleika á þessum tímapunkti.
Þá er spurning hvort að hans fyrrum lærifaðir, Óskar Hrafn Þorvaldsson hjá KR; láti reyna á að fá Ísak eða jafnvel Afturelding þar sem Ísak er uppalinn.
Vålerenga er í 10. sæti norsku deildarinnar og Rosenborg er í 4. sæti.
Fótbolti.net hafði samband við umboðsmann Ísaks í gær og sagði hann að það væri áhugi frá nokkrum liðum. „Það er gluggi að opnast og á þeim tíma ársins er eðlilegt að staðan sé skoðuð, sérstaklega þegar það blasir við að þjálfarinn sé með aðra framherja framar í goggunarröðinni," sagði Ólafur Garðarsson.
Athugasemdir