Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
banner
   sun 06. júlí 2025 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Icelandair
EM KVK 2025
Ásta B. Gunnlaugsdóttir.
Ásta B. Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
Ásta B. Gunnlaugsdóttir, ein af brautryðjendum íslenska kvennalandsliðsins, er að sjálfsögðu mætt til Sviss til að styðja íslenska landsliðið á Evrópumótinu í fótbolta. Hún er spennt fyrir leik kvöldsins.

„Þetta er bara geggjað. Við vonum bara að við fáum betri leik í dag en síðast," segir Ásta við Fótbolta.net.

„Mér finnst stemningin rosalega góð hjá okkar stuðningsfólki. Ég efa það ekki að stelpurnar læri af fyrsta leik, við lærum af mistökunum."

Hvernig er að sjá alla stemninguna í kringum íslenska liðið?

„Maður þarf eiginlega bara að klípa sig. Ég hef upplifað svona áður og það er alltaf gaman þegar Íslendingar koma og hvetja sitt fólk," segir Ásta.

Hvernig líst þér á þessa leikmenn sem eru að koma upp núna eins og til dæmis Karólínu og Sveindísi?

„Þetta eru bara heimsklassa leikmenn og þetta eru svo miklar fyrirmyndir. Við erum með mömmur í liðinu og stelpur sem eru að spila við þær bestu, og eru bara með þeim bestu. Þær eru bara bestar. Við erum með íþróttamann ársins á Íslandi í liðinu. Hvað er hægt að biðja um meira?"

„Ég er svo stolt, ég gæti ekki verið stoltari þótt ég ætti þær allar," sagði Ásta og hló.

Svo gaman að einhver vildi segja þessa sögu
Ásta var í aðalhlutverki í þáttunum Systraslag á RÚV fyrir mót þar sem farið var yfir sögu íslenska kvennalandsliðsins. Ásta er algjör goðsögn og ein af brautryðjendunum í kvennalandsliðinu.

„Ég var sjálf dolfallin yfir þáttunum. Mér fannst svo gaman að það vildi einhver segja þessa sögu. Þau sem gerðu þessa þætti eiga svo miklar þakkir skilið. Það er svo gott fyrir alla að vita að það er ekkert sjálfsagt í þessum heimi," sagði Ásta.

Það hefur mikið þurft að gerast svo við séum á þessum stað, á þessu frábæra Evrópumóti.

„Ekkert smá. Ég bíð bara eftir því að barnabörnin verði komin í landsliðið," sagði Ásta og brosti.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner