Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   sun 06. júlí 2025 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Icelandair
EM KVK 2025
Ásta B. Gunnlaugsdóttir.
Ásta B. Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
Ásta B. Gunnlaugsdóttir, ein af brautryðjendum íslenska kvennalandsliðsins, er að sjálfsögðu mætt til Sviss til að styðja íslenska landsliðið á Evrópumótinu í fótbolta. Hún er spennt fyrir leik kvöldsins.

„Þetta er bara geggjað. Við vonum bara að við fáum betri leik í dag en síðast," segir Ásta við Fótbolta.net.

„Mér finnst stemningin rosalega góð hjá okkar stuðningsfólki. Ég efa það ekki að stelpurnar læri af fyrsta leik, við lærum af mistökunum."

Hvernig er að sjá alla stemninguna í kringum íslenska liðið?

„Maður þarf eiginlega bara að klípa sig. Ég hef upplifað svona áður og það er alltaf gaman þegar Íslendingar koma og hvetja sitt fólk," segir Ásta.

Hvernig líst þér á þessa leikmenn sem eru að koma upp núna eins og til dæmis Karólínu og Sveindísi?

„Þetta eru bara heimsklassa leikmenn og þetta eru svo miklar fyrirmyndir. Við erum með mömmur í liðinu og stelpur sem eru að spila við þær bestu, og eru bara með þeim bestu. Þær eru bara bestar. Við erum með íþróttamann ársins á Íslandi í liðinu. Hvað er hægt að biðja um meira?"

„Ég er svo stolt, ég gæti ekki verið stoltari þótt ég ætti þær allar," sagði Ásta og hló.

Svo gaman að einhver vildi segja þessa sögu
Ásta var í aðalhlutverki í þáttunum Systraslag á RÚV fyrir mót þar sem farið var yfir sögu íslenska kvennalandsliðsins. Ásta er algjör goðsögn og ein af brautryðjendunum í kvennalandsliðinu.

„Ég var sjálf dolfallin yfir þáttunum. Mér fannst svo gaman að það vildi einhver segja þessa sögu. Þau sem gerðu þessa þætti eiga svo miklar þakkir skilið. Það er svo gott fyrir alla að vita að það er ekkert sjálfsagt í þessum heimi," sagði Ásta.

Það hefur mikið þurft að gerast svo við séum á þessum stað, á þessu frábæra Evrópumóti.

„Ekkert smá. Ég bíð bara eftir því að barnabörnin verði komin í landsliðið," sagði Ásta og brosti.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner