Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 06. júlí 2025 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Icelandair
EM KVK 2025
Hópur sem er mættur til að styðja íslenska landsliðið og Hlín Eiríksdóttur.
Hópur sem er mættur til að styðja íslenska landsliðið og Hlín Eiríksdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er bara ofsalega gaman," segir goðsögnin Guðrún Sæmundsdóttir þegar hún er spurð að því hvernig sé að vera mætt til Sviss að styðja íslenska landsliðið.

Hún er komin hér út ásamt fjölskyldu sinni að styðja Ísland á EM. Hún á dóttur í liðinu, Hlín Eiríksdóttur.

Hún segir það stressandi að fylgjast með dóttur sinni spila fótbolta úr stúkunni.

„Mér finnst það pínu erfitt. Ég held að það sé erfiðara fyrir mig að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila," segir Guðrún. „Það er svakalegt stress, mér finnst þetta virkilega erfitt."

Það er leikur gegn heimakonum í Sviss í kvöld.

„Ég er alveg sannfærð um að við séum að fara að vinna þetta. Ég hef sjálf oft spilað á móti Sviss og hef aldrei tapað á móti þeim," sagði Guðrún.

Svakalega gaman að horfa á hana elta sína drauma
Hlín tók nýverið skrefið í ensku úrvalsdeildina þar sem hún spilar með Leicester.

„Mér finnst svakalega gaman að horfa á hana elta sína drauma. Mér finnst þetta bara frábært," sagði Guðrún en hún á fleiri dætur sem eru í fótbolta, þar á meðal Örnu Eiríksdóttur sem var nálægt landsliðinu fyrir þetta mót.

Fær Hlín öll sín fótboltagen frá mömmu sinni?

„Nei nei, ætli hún fái ekki dugnaðinn frá pabba sínum og fótboltagenin frá mömmu sinni?" sagði Guðrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hún meðal annars um þættina Systraslag þar sem hún sló í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner