Matthías Vilhjálmsson meiddist illa í leik Víkings og Aftureldingar í lok síðasta mánaðar. Hann kom inn á sem varamaður hjá Víkingi þegar skammt var eftir og þegar örfáar mínútur lifðu leiks lenti hann í samstuði við Elmar Kára Enesson Cogic leikmann Aftureldingar.
Það sást strax að reynsluboltinn var sárkvalinn, gat ekki haldið leik áfram. Hann lá eftir í dágóð stund en gat svo haltrað af velli. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn ÍBV.
Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, í dag og var hann spurður út í meiðslin hjá Matta.
Það sást strax að reynsluboltinn var sárkvalinn, gat ekki haldið leik áfram. Hann lá eftir í dágóð stund en gat svo haltrað af velli. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn ÍBV.
Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, í dag og var hann spurður út í meiðslin hjá Matta.
„Pablo (Punyed) og Aron (Elís Þrándarson) munu allavega koma til baka smám saman, en það er aðeins lengra í Matta reikna ég með, en það mun koma betur í ljós hvernig það þróast."
„Þetta eru fllókin meiðsli, eins og ég skil þetta þá er það beinið sem heldur við krossbandið sem brákaðist," segi Kári sem reiknar með því að Matthías verði frá næstu mánuðina, en tekur þó fram að það eigi eftir að skýrast betur.
Það er áhugavert að Kári reiknar með að styttra sé í Aron en hann sleit krossband í apríl og ekki var búist við því að hann myndi spila aftur í sumar.
Víkingar fara á morgun til Kósovó og spila á fimmtudag gegn FC Malisheva í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Liðin mætast svo á Víkingsvelli viku síðar.
Athugasemdir