Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mán 07. júlí 2025 23:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst þetta fínn leikur og við spiluðum okkar upplegg. Mjög „physical" og góður leikur" segir Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH í Bestu deild karla, eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna þar sem hann skoraði eina mark Hafnfirðinga.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

FH byrjaði leikinn betur áður en Stjarnan vann sig inn í leikinn í fyrri hálfleiknum. FH tók svo aftur stjórnina í seinni hálfleik.

„Það komu kaflar í leiknum þar sem bæði lið taka yfir. Við spiluðum góðan leik og hefðum átt að nýta þau færi sem við fengum. "

Bæði lið fengu víti í fyrri hálfleik og hægt er að setja spurningarmerki við báða dómana hjá Helga Mikael Jónassyni dómara leiksins.

„Ég sá ekki alveg vítið hjá Stjörnunni og ég spurði nokkra Stjörnumenn út í það og þeir sögðust ekki heldur hafa séð þetta. Björn Daníel var bara tekinn niður og mér fannst það víti en ég veit ekki alveg með hitt vítið, ég þarf að sjá það betur."

Úlfur skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark þegar hann setti boltan yfir Árna Snæ í markinu sem stóð mjög framarlega.

„Ég vissi að hann myndi vera framarlega. Hann er sweeper keeper og góður í því. Matti (Mathias Rosenorn) sagði mér fyrir seinni hálfleikinn að vindurinn væri með okkur og ég ætti bara að prófa að skjóta og reyna á hann. Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn."



Athugasemdir