Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   sun 06. júlí 2025 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bern
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
Icelandair
EM KVK 2025
Kristófer Eggertsson, kærasti Glódísar Perlu.
Kristófer Eggertsson, kærasti Glódísar Perlu.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
„Við erum lengst upp í fjalli tvo tíma í burtu en þetta hefur verið fínt. Fyrsti leikurinn var vonbrigði en það er gaman að vera í Sviss," sagði Kristófer Eggertsson, kærasti Glódísar Perlu Viggósdóttur, landsliðsfyrirliða, í samtali við Fótbolta.net í Bern í dag.

Í kvöld spilar Ísland sinn annan leik á Evrópumótinu er liðið mætir heimakonum í Sviss.

Kristófer er mætt á sitt þriðja stórmót að styðja Glódísi. „Þetta verður alltaf stærra og stærra. Þetta er alltaf skemmtilegt."

Þetta var leiðinlegt
Glódís hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga og þurfti að fara af velli í hálfleik í fyrsta leik gegn Finnlandi. Það er óvíst hvort hún geti spilað í kvöld þó hún hafi æft í gær.

„Þetta var leiðinlegt. Ég veit að allir höfðu áhyggjur af hnénu en ég vissi svo sem strax að þetta væri ekki það," sagði Kristófer en hversu mikið segir það um Glódísi að hún hafi spilað 45 mínútur fárveik?

„Það er eitthvað að henni," sagði Kristófer og hló. „Hún gerir allt til að spila alla leiki. Það er ekkert að fara að stoppa hana í raun og veru."

Veistu hvort að hún sé að fara að spila í kvöld?

„Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós þegar byrjunarliðið kemur?"

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner