PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   mið 11. september 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Pochettino: Tækifæri sem ég gat ekki hafnað
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Fyrir vináttulandsleik Bandaríkjanna gegn Nýja-Sjáland, sem fram fór í Cincinnati og endaði með 1-1 jafntefli, var Mauricio Pochettino kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

Hinn 52 ára gamli Pochettino, sem hefur meðal annars stýrt Chelsea og Tottenham, segir að þetta sé tækifæri sem hann hafi ekki getað hafnað.

„Þessi ákvörðun að taka við bandaríska landsliðinu snerist ekki bara um fótbolta í mínum huga, heldur það ferðalag sem þetta lið og land eru á. Orkan, ástríðan og hungrið fyrir því að afreka eitthvað sögulegt eru til staðar. Það heillaði mig," segir Pochettino.

„Hér eru margir leikmenn sem eru fullir af hæfileikum og geta orðið enn betri. Saman getum við smíðað eitthvað sem þjóðin getur verið stolt af."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner