Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. október 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen pirraður á bekkjarsetu - Mætir Íslandi í dag
Christian Eriksen á æfingu Dana á Laugardalsvelli í gærkvöldi.
Christian Eriksen á æfingu Dana á Laugardalsvelli í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daninn Christian Eriksen er orðinn pirraður á bekkjarsetu hjá ítalska stórliðinu Inter.

Eriksen yfirgaf Tottenham í janúar síðastliðnum og fór til Inter. Frá því hann kom til ítalska félagsins þá hefur hann átt erfitt með að festa sæti sitt í byrjunarliði Antonio Conte.

Hinn 28 ára gamli Eriksen hefur aðeins spilað 73 mínútur í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili eftir að hafa byrjað átta af 17 mögulegum leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.

Aðspurður út í stöðu sína hjá Inter, sagði Eriksen: „Ég vil ekki sitja á bekknum allt tímabil, ég vona að það sé ekki ætlun þjálfarans eða félagsins."

Eriksen er núna í landsliðsverkefni með Danmörku og verður hann í liðinu sem mætir Íslandi í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner