Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 11. október 2020 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Lyon vinnur alla leiki - Sara ekki með
Kvenaboltinn
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki með þegar Lyon vann þægilegan sigur á Dijon í úrvalsdeild kvenna í Frakklandi á þessum sunnudegi.

Samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi er Sara að stíga upp úr meiðslum og er hún nýbyrjuð að æfa aftur.

Hin enska Nikita Parris og franska landsliðskonan Wendie Renard skoruðu mörk Lyon í 2-0 sigri.

Evrópumeistarar Lyon eru með 15 stig, fullt hús stiga, eftir fimm leiki í frönsku úrvalsdeildinni.

Kvennalið Lyon er magnað. Lyon hefur unnið frönsku úrvalsdeildina 14 ár í röð og Meistaradeildina oftast allra liða, eða sjö sinnum.
Athugasemdir
banner