mán 11. október 2021 22:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann gerði allt sem ég bað hann um að gera"
Icelandair
Viðar Örn og Albert Guðmundsson í leiknum.
Viðar Örn og Albert Guðmundsson í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viðar Örn Kjartansson fékk tækifærið í byrjunarliði landsliðsins í fjórða skiptið í síðustu fimm leikjum liðsins þegar Ísland mætti Liechtenstein í kvöld. Viðar átti stóran þátt í öðru markinu þegar hann skaut að marki og boltinn fór í hönd varnarmanns Liechtenstein.

Viðar fékk tækifæri til að skora í leiknum en náði ekki að koma boltanum í netið. Hann var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik og var landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson spurður út í Viðar.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Viðar Örn er tekinn af velli, hver er hugsunin á bakvið það og er ekki erfitt fyrir sóknarmann að komast í algjöran takt við það sem liðið er að gera ef hann fær ekki að klára leik eins og þennan?

„Mér fannst Viðar skila sínu mjög vel, hann var mjög óheppinn að skora ekki. Hann gerði allt sem ég bað hann um að gera."

„Það er ósköp einfalt að þegar menn eru búnir að klára tankinn og vaktina þá kemur bara næsti inn,"
sagði Arnar.

„Ég sagði það á fundinum í gær að senterarnir þurfa ekkert alltaf að skora til að spila vel. Ég var mjög ánægður með hans framlag í báðum leikjunum þó hann hafi verið tekinn út af í báðum leikjunum."

„Ég held ef tölfræði er tekin um hver sé oftast tekinn út af í fótbolta þá er það nú yfirleitt senterinn,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner