Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 13:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullyrða að Sara Björk byrji - Selma Sól kemur inn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, verður í byrjunarliðinu gegn Portúgal í kvöld. Þetta herma heimildir Vísis.

Sara Björk var ekki til viðtals fyrir æfingu í gær og æfði ekki með liðinu á lokaæfingunni fyrir leik vegna veikinda.

Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Í frétt Vísis er þá sagt frá því að einungis ein breyting verði á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildunum mun Selma Sól Magnúsdóttir koma inn í byrjunarliðið fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttir.

Byrjunarliðið verður opinberað 90 mínútum fyrir leikinn sem hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn er úrslitaleikur um sæti á HM næsta sumar.

Byrjunarliðið verður þá einhvern veginn svona:


Athugasemdir
banner
banner
banner