Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 11. október 2023 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur hefur rætt við Jón Guðna - Viðræður í gangi við Halldór og Kyle
Jón Guðni og Kári á landsliðsæfingu.
Jón Guðni og Kári á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Herra Víkingur.
Herra Víkingur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn Íslands- og bikarmeistara Víkings eru að renna út á samningi. Það eru þeir Halldór Smári Sigurðsson og Kyle McLagan. Halldór kom við sögu í 27 leikjum í deild og bikar en Kyle missti af öllu tímabilinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í lok undirbúningstímabilsins; krossband í hné slitnaði.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, var spurður út í stöðu þeirra tveggja.

„Það eru viðræður í gangi við þá báða, við erum að taka því rólega, erum að reyna komast að einhvers konar samkomulagi," sagði Kári.

Halldór Smári ræddi um samningsmál sín í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.

Ekkert alltof margir sem geta raunverulega styrkt liðið
Vita Víkingar hvaða stöður þeir vilja styrkja fyrir næsta tímabil?

„Við erum að fara létt yfir það, en við erum með mjög vel mannað lið. Við þurfum svolítið að vanda valið ef að viðkomandi á raunverulega að styrkja okkur. Það eru ekkert alltof margir sem koma til greina, en við erum alltaf að skoða hvernig við getum bætt hópinn."

Með kosti í vinstri bakvörðinn en til umræðu að fá inn mann
Logi Tómasson var seldur til Noregs í ágúst. Þarf Víkingur að fá inn vinstri bakvörð?

„Það er alveg til umræðu. Við erum með stráka sem geta spilað þessa stöðu, erum með Svein Gísla (Þorkelsson) sem er rosalega spennandi leikmaður og var flottur á láni hjá Fylki. Vonandi i tekur hann enn fleiri skref fram á við í vetur. Svo erum við líka með Bjarka Björn (Gunnarsson) sem var óheppinn með meiðsli hjá ÍBV í sumar. Hann er líka kandídat í vinstri bakvörðinn. Það fer svolítið eftir því hvað við viljum gera hvernig við sjáum þá stöðu spilast."

Frábær varnarmaður
Í viðtali við Vísi eftir lokaleikinn á tímabilinu var Arnar Gunnlaugsson spurður út í Jón Guðna Fjóluson. Jón Guðni er að snúa til baka eftir erfið meiðsli og verður samningslaus hjá Hammarby í lok tímabils. Hefur Kári eitthvað rætt við Jón Guðna?

„Já, Jón Guðni er góður vinur minn, góður félagi úr landsliðinu á sínum tíma, og ég hef alveg heyrt í honum hljóðið. Ég hef alveg tekið stöðuna á honum, viðurkenni það alveg, en það er ekkert skrifað neitt í stein þar. Hann er frábær varnarmaður," sagði Kári.

   02.10.2023 12:00
Jón Guðni byrjaður að æfa eftir mjög erfið meiðsli

   11.10.2023 17:07
Kári um möguleikann á að Birnir fari á frjálsri sölu: Ætla ekki að ræða hvað stendur í samningum

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner