Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   mán 02. október 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Guðni byrjaður að æfa eftir mjög erfið meiðsli
Mynd: Guðmundur Svansson
Þau gleðitíðindi eru að berast frá Svíþjóð að Jón Guðni Fjóluson sé byrjaður að æfa með félagsliði sínu Hammarby.

Jón Guðni þurfti að fara í aðgerð snemma á þessu ári þar sem upp kom sýking eftir fyrri aðgerð. Það var bakslag í bataferlið eftir að hafa slitið krossband í leik seint á tímabilinu 2021. Þau meiðsli héldu honum frá allt tímabilið 2022.

Ef allt gengur upp gæti miðvörðurinn spilað með Hammarby áður en tímabilinu lýkur.

Jón Guðni hefur ekki spilað keppnisleik í 729 daga vegna meiðslanna. Tímabilinu í Svíþjóð lýkur 12. nóvember og á Hammarby fimm leiki eftir. Sem stendur er liðið í 5. sæti og á liðið möguleika á því að ná 4. sætinu sem gæti gefið Evrópusæti á næsta tímabii.

Jón Guðni er 34 ára og hefur verið á mála hjá Hammarby í tæp 3 ár. Hann gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa leikið með Brann í hálft tímabil þar á undan.

Samningur Jóns Guðna rennur út eftir tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner