Þau gleðitíðindi eru að berast frá Svíþjóð að Jón Guðni Fjóluson sé byrjaður að æfa með félagsliði sínu Hammarby.
Jón Guðni þurfti að fara í aðgerð snemma á þessu ári þar sem upp kom sýking eftir fyrri aðgerð. Það var bakslag í bataferlið eftir að hafa slitið krossband í leik seint á tímabilinu 2021. Þau meiðsli héldu honum frá allt tímabilið 2022.
Jón Guðni þurfti að fara í aðgerð snemma á þessu ári þar sem upp kom sýking eftir fyrri aðgerð. Það var bakslag í bataferlið eftir að hafa slitið krossband í leik seint á tímabilinu 2021. Þau meiðsli héldu honum frá allt tímabilið 2022.
Ef allt gengur upp gæti miðvörðurinn spilað með Hammarby áður en tímabilinu lýkur.
Jón Guðni hefur ekki spilað keppnisleik í 729 daga vegna meiðslanna. Tímabilinu í Svíþjóð lýkur 12. nóvember og á Hammarby fimm leiki eftir. Sem stendur er liðið í 5. sæti og á liðið möguleika á því að ná 4. sætinu sem gæti gefið Evrópusæti á næsta tímabii.
Jón Guðni er 34 ára og hefur verið á mála hjá Hammarby í tæp 3 ár. Hann gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa leikið með Brann í hálft tímabil þar á undan.
Samningur Jóns Guðna rennur út eftir tímabilið.
Alla med på träning förutom Collander. Loret joggar. Fjoluson också(!)#Bajen pic.twitter.com/TP3Jzm1N8Q
— Södergöken (@sodergoken) September 27, 2023
Athugasemdir