Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byrjunarlið Wales - Joe Allen ekki í leikdagshópnum
Nokkrir stórir póstar fjarverandi
Icelandair
Joe Allen.
Joe Allen.
Mynd: Getty Images
Brennan Johnson, hættulegasti leikmaður Wales.
Brennan Johnson, hættulegasti leikmaður Wales.
Mynd: EPA
Ísland og Wales eigast við á Laugardalsvelli í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 18:45

Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Hann byrjar með fimm manna vörn miðað við leikkerfi UEFA.

Það vantar nokkra stóra pósta í lið Wales; Aaron Ramsey, Daniel James og Ethan Ampadu eru allir frá vegna meiðsla.

Byrjunarlið Wales:
12. Danny Ward (m)
3. Neco Williams
4. Ben Davies
6. Joe Rodon
8. Harry Wilson
10. Ollie Cooper
11. Brennan Johnson
13. Kieffer Moore
14. Connor Roberts
17. Jordan James
19. Sorba Thomas

Níu af leikmönnum Wales spila annað hvort í ensku úrvalsdeildinni eða Championship, næst efstu deild Englands. Jordan James og Sorba Thomas spila báðir í frönsku úrvalsdeildinni.

Joe Allen, reynsluboltinn sem var kallaður upp í hópinn, kemst ekki í leikdagshópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner