Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Wales í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum en Andri Lucas Guðjohnsen og Orri Steinn Óskarsson fá tækifæri saman í fremstu víglínu. Þeir eru báðir mjög spennandi sóknarmenn og verður gaman að sjá hvernig það tekst upp að vera með tvær níur í byrjunarliðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum en Andri Lucas Guðjohnsen og Orri Steinn Óskarsson fá tækifæri saman í fremstu víglínu. Þeir eru báðir mjög spennandi sóknarmenn og verður gaman að sjá hvernig það tekst upp að vera með tvær níur í byrjunarliðinu.
Valgeir Lunddal kemur þá inn í vörnina og Willum Þór Willumsson á kantinn. Flautað verður til leiks klukkan 18:45 í Laugardalnum.
Athugasemdir