Fyrrum fótboltamaðurinn Paolo Di Canio segir það með öllu óskiljanlegt að Manchester United hafi selt skoska miðjumanninn Scott McTominay til Napoli.
McTominay var seldur til Napoli í sumar fyrir 30,5 milljónir evra en Skotinn er uppalinn hjá United.
Hann hefur farið frábærlega af stað á Ítalíu og er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í fimm leikjum sínum.
Di Canio á erfitt með að skilja ákvörðun United en hann hrósaði leikmanninum og gagnrýndi stjórn United í viðtali við Il Mattino.
„Ég færi til Manchester United og handtaka alla stjórnarmenn félagsins. Hvernig getur þú gefið McTominay frá þér? Napoli er líka með leikmann eins og Neres, sem er varamaður og Gilmour sannaði það hjá Brighton að hann er með sömu gæði og Lobotka þegar það kemur að því halda bolta,“ sagði Di Canio.
Athugasemdir