Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa tímdi ekki að borga fyrir Asensio
Mynd: Aston Villa
Monchi, fyrrum yfirmaður fótboltamála hjá Aston Villa, viðurkennir að félagið hafi haldið að spænski sóknartengiliðurinn Marco Asensio yrði áfram eftir lánsdvölina á síðustu leiktíð.

Asensio gerði flotta hluti á láni frá Paris Saint-Germain en var svo keyptur til Fenerbahce í sumar fyrir um 15 milljónir evra. Hann fékk þriggja ára samning hjá tyrkneska stórveldinu, með möguleika á fjórða ári.

„Markmiðið var að kaupa hann til Villa og ég hélt að hann myndi koma, en það varð ekkert úr því af fjárhagsástæðum. PSG voru mjög harðir í samningaviðræðunum og Marco var orðinn smeykur um að komast ekki burt. Þess vegna ákvað hann að velja Fenerbahce," sagði Monchi.

„Asensio leið vel á Villa Park og vildi vera áfram en félagið gat ekki keypt hann."

Aston Villa kaus að kaupa frekar Evann Guessand úr röðum OGC Nice fyrir rúmlega 30 milljónir evra. Guessand á enn eftir að skora eða leggja upp frá félagaskiptunum.

Asensio er 29 ára gamall en Guessand er 24 ára.
Athugasemdir