Varnarmaðurinn Jarell Quansah verður ekki með Englendingum gegn Lettlandi í undankeppni HM á þriðjudag vegna meiðsla.
Quansah er 22 ára gamall miðvörður sem gekk í raðir Bayer Leverkusen frá Liverpool í sumar.
Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í enska landsliðið en ekki enn spilað leik.
Möguleiki var á að hann myndi spila sinn fyrsta leik gegn Lettlandi, en þá komu upp meiðsli
Quansah dró sig úr hópnum í dag og er farinn aftur til Þýskalands, en hann er annar leikmaðurinn sem dregur sig úr hópnum á eftir Reece James, leikmanni Chelsea.
Englendingar eru á toppnum með fullt hús stiga eftir fimm leiki og geta þeir mögulega tryggt sæti sitt á HM en til þess þurfa þeir að vinna Lettland og vonast til að Serbía tapi stigum gegn Albaníu.
An update from #ThreeLions camp as Jarell Quansah returns to his club as a precaution following Thursday’s 3-0 victory over Wales.
— England (@England) October 11, 2025
Athugasemdir