Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
   mið 11. nóvember 2020 13:38
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Fáum hann eftir hans besta tímabil
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er mjög ánægður með að fá Pablo Punyed í sínar raðir. Hann segir að Pablo sé leikmaður sem félaginu hafi vantað.

Sjá einnig:
Pablo Punyed í Víking (Staðfest)

„Við erum að fá reynslu og sigurhugarfar. Við erum að fá hann á besta aldri. Við erum að fá hann eftir sitt besta tímabil á Íslandi. Með því að fá hann þá erum við að bæta upp veikleika í okkar liði," segir Arnar sem ætlar að nota Pablo á hans besta stað, á miðjunni.

„Hann er að velja okkur fram yfir önnur félög sem hann hefði getað valið og það lýsir metnaði félagsins. Hann leysti ýmsar stöður síðasta tímabil en verður fyrst og fremst notaður á miðjunni hjá okkur. Hann mun gefa okkur mikið þar."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Arnar meðal snnars um þá naflaskoðun sem hefur verið í gangi eftir að Víkingar ollu vonbrigðum í sumar.

Sjá einnig:
Viðtal við Pablo
Athugasemdir
banner