Átta leikmenn Brighton eru að fara á HM og Robert de Zerbi stjóri liðsins fagnar því. Það eru þeir Robert Sanchez, Alexis Mac Allister, Leandro Trossard, Pervis Estupiñán, Moisés Caicedo, Jeremy Sarmiento, Kaoru Mitoma og Tariq Lamptey. Hann hefði þó viljað sjá fleiri fara á mótið.
„Þetta er mikilvægasta keppnin, það er heiður fyrir okkur að eiga leikmenn þar. Ég vorkenni Dunk og Welbeck en ég, stuðningsmenn og félagið eigum að vera ánægð fyrir hönd hinna leikmannana," sagði De Zerbi.
Brighton mætir Aston Villa um helgina.
„Við erum einbeittir á VIlla og undirbúum okkur eins vel og hægt er. Þetta verður erfiður leikur en við erum nógu góðir til að vinna. Villa er gott lið, ég horfði á þá gegn United en við erum á góðu skriði og ég hef trú á leikmönnunum mínum," sagði De Zerbi um leikinn.