Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. nóvember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umboðsmaður Karsdorp krefst svara frá Mourinho
Mynd: EPA

Johan Henkes umboðsmaður Rick Karsdorp leikmanns Roma er allt annað en skemmt eftir ummæli Jose Mourinho eftir leik liðsins gegn Sassuolo um síðustu helgi.


Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Tammy Abraham kom Roma yfir á 80. mínútu en Andrea Pinamonti jafnaði metin fimm mínútum síðar.

Mourinho var mjög reiður út í einn leikmann sem hann nefndi ekki á nafn en sagði hann hafa svikið félagið með óíþróttamannslegri hegðun. Margir vilja meina að Mourinho hafi þar átt við Karsdorp.

Karsdorp hefur verið gangrýndur fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarkinu og er talið að það hafi fyllt mælinn hjá Mourinho sem sagðist ætla að losa sig við hann í janúar.

„Ég er hissa á Mourinho. Við viljum útskýringar, við skiljum ekkert í því að fólk sé að benda á Rick, án þess að Mourinho eða Roma nefni hann á nafn," Henkes.

„Við heimtum útskýringar frá félaginu á því sem þjálfarinn sagði og hvernig hann sagði þetta. Svona á ekki að fara með leikmann sem er búinn að vera hjá Roma í fimm ár."

Markið má sjá hér. Karsdorp er í treyju númer tvö.


Athugasemdir
banner
banner
banner