Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2024 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Yamal og Lewandowski ekki með í landsleikjahlénu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lamine Yamal og Robert Lewandowski eru tvær skærar stjörnur í sterku liði Barcelona sem trónir á toppi spænsku deildarinnar sem stendur.

Þeir eru báðir að glíma við meiðsli þessa dagana og fara því ekki með spænska og pólska landsliðinu inn í síðasta landsleikjahlé ársins.

Yamal er meiddur á ökkla og vonast Börsungar til að ná honum aftur inn á völlinn fyrir næstu mánaðamót, þar sem hann ætti að vera frá keppni í tvær til þrjár vikur í viðbót.

Lewandowski er hins vegar meiddur á mjóbaki og ætti að vera frá næstu 10 daga - eða nákvæmlega út landsleikjahléið. Hann fær því þægilega hvíld fyrir leikjatörnina sem er framundan með Barcelona.

Ljóst er að Lewandowski verður sárt saknað í pólska landsliðinu sem á tvo leiki eftir í Þjóðadeildinni og þarf helst tvo sigra til að komast í úrslitakeppnina.

Pólverjar eiga næst erfiðan útileik gegn toppliði Portúgal áður en þeir taka á móti botnliði Skota í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner