Þær Telma Steindórsdóttir og Katrín Erla Clausen hafa rift samningum sínum við Fram.
Þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Telma var í algjöru lykilhlutverki með Fram í sumar áður en hún fór út í háskóla til Bandaríkjanna. Hún var með öflugri miðvörðum Bestu deildarinnar áður en hún fór út.
Þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Telma var í algjöru lykilhlutverki með Fram í sumar áður en hún fór út í háskóla til Bandaríkjanna. Hún var með öflugri miðvörðum Bestu deildarinnar áður en hún fór út.
Telma er uppalin í Val og hefur verið orðuð við endurkomu á Hlíðarenda eftir að tímabilinu lauk.
Katrín Erla spilaði jafnframt mikilvægt hlutverk í liði Fram í sumar en hún kom við sögu í 19 leikjum í Bestu deildinni. Hún er uppalin í Stjörnunni.
Fram hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar í ár en eftir að tímabilinu lauk hefur mikið gengið á. Óskar Smári Haraldsson hætti sem þjálfari liðsins og Anton Ingi Rúnarsson tók við. Allt meistaraflokksráð kvenna hætti jafnframt.
Athugasemdir



