Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 11. desember 2021 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aubameyang mætti of seint úr ferðalagi
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, var ekki með liðinu í dag þegar sigur vannst á Southampton á heimavelli.

Aubameyang var ekki með þar sem hann braut agareglur. „Við erum með ákveðnar reglur hjá félaginu sem menn verða að fylgja og við settum þær fram sem lið. Hann er ekki með í dag," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fyrir leikinn sem Arsenal vann með þremur mörkum gegn engu.

David Ornstein, fjölmiðlamaður The Athletic, er með heimildir fyrir því sem gerðist. Hann segir að Aubameyang hafi farið frá Englandi með leyfi frá Arsenal. Hann hafi hins vegar komið seinna til baka en hann átti að gera. Það var ekki tekið vel í það, sérstaklega ekki á þessum tíma þar sem kórónuveirufaraldurinn er í gangi. Það flækir stöðuna þegar menn ferðast.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Aubameyang brýtur agareglur. Hann gerði það einnig þegar liðið spilaði við Tottenham í mars. Þá mætti hann of seint.

Aubameyang er fyrirliði liðsins og er ekki setja gott fordæmi með þessu.
Athugasemdir
banner