Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 21:00
Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs með hljóðnema í leiknum - UEFA gerir þátt um Víking
Frá upptökunum í Víkinni
Frá upptökunum í Víkinni
Mynd: Víkingur
Arnar Gunnlaugsson ásamt Herði Ágústssyni.
Arnar Gunnlaugsson ásamt Herði Ágústssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að gera sjónvarpsþátt um Víking og gengi þeirra í Sambandsdeild Evrópu.

Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Sambandsdeildinni í haust, liðið vann heimaleik sinn gegn Cercle Brugge í lok október 3-1 og svo aftur næsta leik gegn FK Borac heima 2-0. Þeir gerðu svo markalaust jafntefli við FC Noah í síðasta leik.

UEFA hafði samband við Víking og vildi gera þátt um gengi Víkings í Sambandsdeildinni. Liðið leikur næst gegn Djurgarden frá Svíþjóð en það er heimaleikur, á Kópavogsvelli klukkan 13:00 á morgun.

„Ég fékk tölvupóst frá UEFA þar sem þeir vildu gera bakvið tjöldin þátt um Víking og þátttökuna í Evrópukeppninni," sagði Hörður Ágústsson markaðs- og viðburðastjóri Víkings við Fótbolta.net í dag spurður út í aðdraganda þess. Hann hafði fram að því verið í samskiptum við UEFA um samfélagsmiðla umfjöllun UEFA um félagið.

Í þættinum er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings, Kára Árnason yfirmann knattspyrnumála, Viktor Örlyg Andrason og Aron Elís Þrándarson leikmenn liðsins.

„Það er farið heim til Arons, honum er fylgt eftir og það er hljóðnemi á þeim á æfingum. Arnar er með hljóðnema á sér í rútunni leiðinni á leikinn og í leiknum sjálfum. Það verða líka myndavélar í rútunni og klefanum. Það má líkja þessu við þættina fullkominn endir sem Gunnlaugur Jónsson gerði. Þetta er kom okkur á óvart því þetta er stærra en við bjuggumst við en þetta er skemmtilegt og allir tóku vel í þetta," bætti Hörður við.

Upptökuteymið fylgir Víkingum eftir út leikdaginn og mæta svo aftur á skrifstofuna til þeirra í Víkinni á föstudeginum. Þátturinn er svo svo tengdur við tónlistarmanninn Víking Heiðar sem spilar tónlist og talar um fótbolta í stuttu innslagi í þættinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner