Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 12. janúar 2020 09:30
Brynjar Ingi Erluson
„Gylfi hefur valdið feykilega miklum vonbrigðum"
Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili
Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Blaðamaðurinn Þórður Snær Júlíusson ræddi við Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær en hann ræddi um gengi Everton, Gylfa Þór Sigurðsson og Carlo Ancelotti.

Gengi Everton undir Marco Silva var afar slakt í byrjun tímabils og var liðið ekki að ná í mörg stig en hann var látinn taka poka sinn í desember.

Everton-goðsögnin Duncan Ferguson tók tímabundið við liðinu og náði að koma með ferska vinda inn áður en Carlo Ancelotti mætti á svæðið.

Ancelotti vann tvo leiki í röð með Everton áður en liðið tapaði 2-1 fyrir Manchester City og svo aftur gegn hálfgerðu varaliði Liverpool á Anfield.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Everton en hann hefur skorað 2 mörk og lagt upp 1 í 24 leikjum.

Þórður ræddi um Gylfa og sagðist vera ánægður með að hafa Íslending í liðinu en hann býst þó við því að hann sé á förum.

„Maður hefur sterkar taugar til landa sinna sem eru að afreka eitthvað á íþróttasviðinu sama hver það er. Það er gaman að hafa Íslending í liðinu sem maður heldur með en það verður að segjast eins og er þar sem ég horfi á því miður hverja mínútu af öllum Everton leikjum og hef séð meira af Gylfa Þór Sigurðssyni en all flestir þá hefur hann valdið feykilega miklum vonbrigðum," sagði Þórður.

„Það er ýmislegt sem faldi það í fyrra, ef þú horfir á statístíkina í fyrra þá var hann að búa til færi og skora mörk. Skoraði fjórtán mörk sem er mjög vel gert fyrir leikmann sem er að spila í hans stöðu en vandamálið er að hann er alltof mikill skorpuleikmaður og var að koma inn í leiki endrum og sinnum en var ekki að vera þessi stöðugleiki í sköpun sem var verið að leitast eftir og það sem leikskipulagið gekk út á."

„Í ár hefur hann verið ein hreinasta hörmung og í mjög slöku liði og að jafnaði einn slakasti leikmaðurinn. Manni sýnist að það hljóti að vera annað hvort núna eða næsta sumar að leiðir muni skilja. Ég held að það sé best fyrir hann og klúbbinn."

„Ef þið lesið það hvernig þessi helstu „fansites" í Everton eru að fjalla um leikmannahópinn þá er það sem er að trufla er það er ofsalega mikið af dýrum farþegum. Leikmenn Eins og Theo Walcott, Morgan Schneiderlin, Cenk Tosun, einhverju leiti Michael Keane. Þetta eru menn sem eru með há laun en hafa skilað litlu."

„Hvort sem það er sanngjarnt eða ekki þá er rosalega mikið af þeim sem tjá sig í ræðu og riti um Everton að gera Gylfa að holdgervingi þessa hóps og ástæðan er auðvitað er kannski fyrst og síðast sú að hann er dýrasti leikmaður sem Everton hefur keypt og væntingar um að hann leiðir Everton upp um eitt stig en það hefur ekki verið þannig,"
sagði hann ennfremur.

Þórður er nokkuð ánægður með þá menn sem eru í brúnni en að verkefni hjá Carlo Ancelotti gæti verið erfitt þar sem eigendurnir eru að skipta sér of mikið af hlutunum.

„Þetta verður mjög áhugavert. Þetta er ágætis mix í fótboltalegu hliðinni í klúbbnum núna með hjartað í Duncan Ferguson, alla reynslu og þekkingu í Ancelotti og syni hans og svo Marcel Brands sem er hörkunafn. Það ætti að leyfa þessum mönnum að ráða miklu meira hjá félaginu og of mikið Hollywood í gangi hjá eigandanum."

„Ég held að hann sé að skipta sér of mikið af því hverjir eru keyptir inn og hvernig hlutunum er raðað upp og það kann ekki góðri lukku að stýra,"
sagði hann enfremur.
Vandamál Everton - Er tíma Gylfa hjá félaginu að ljúka?
Athugasemdir
banner
banner
banner