Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 12. janúar 2022 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
AGF vill fá 110 milljónir fyrir Jón Dag
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Ekstra Bladet hefur AGF sett verðmiða á Jón Dag Þorsteinsson. Upphæðin er sögð nema 5,6 milljónum danskra króna, 750 þúsund evrum sem nemur um 110 milljónum íslenskra króna.

Samningur hans við AGF er að renna út í sumar og gæti þá farið frítt frá félaginu.

Samkvæmt sömu heimildum er talið mjög ólíklegt að Jón Dagur framlengi samning sinn en félagið ætlar samt ekki að selja hann ódýrt.

Jón Dagur gekk í raðir AGF frá Fulham árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner