Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. janúar 2023 00:10
Brynjar Ingi Erluson
Southampton að finna taktinn - „Ég er ekki David Blaine"
Nathan Jones
Nathan Jones
Mynd: EPA
Moussa Djenepo skoraði laglegt mark
Moussa Djenepo skoraði laglegt mark
Mynd: Getty Images
Nathan Jones, stjóri Southampton, gat varla orða bundist eftir 2-0 sigur liðsins á Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins i kvöld.

Southampton mun spila í undanúrslitum deildabikarsins eftir að hafa unnið sanngjarnan sigur.

Sekou Mara skoraði fyrra markið á 23. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Moussa Djenepo glæsilegt mark af 30 metra færi en Jones benti þó á að hann væri enginn töframaður.

Það tekur sinn tíma að byggja gott lið og hann þetta allt saman á réttri leið.

„Ég er rosalega stoltur af leikmönnunum, sjálfum mér og þjálfurunum. Undanfarið höfum við gengið í gegnum margt og fólk efaðist okkur. Það réttlætir það örlítið af hverju við erum hér og hvað við erum að reyna að byggja.“

„Ég er stoltur af félaginu og hvernig við höfum komist í gegnum erfiða tíma. Þetta var annar bikarsigurinn á innan við viku og sýnir að við erum að byggja eitthvað. Gæðin í frammistöðu okkar hefur alveg verið þarna í síðustu fjórum leikjum en höfum gefið frá okkur klaufaleg mörk og neitað sjálfum okkur um tækifæri.“

„Þetta var stórkostlegt í kvöld. Ég hef stýrt liðinu í þremur deildarleikjum og fékk aðeins einn dag til að undirbúa leikinn gegn Liverpool. Ég er ekki David Blaine. Ég skil pirringinn í fólki en við erum að byggja. Róm var ekki byggð á einum degi. Við erum á réttri leið

„Við viljum vera lið sem er erfitt að vinna. Þetta verður að vera viðmiðið. Við bjuggum til margar góðar stöður í dag og þetta er klárlega skref í rétta átt,“
sagði Jones
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner