Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 12. janúar 2023 18:11
Brynjar Ingi Erluson
Union Berlín kaupir Roussillon frá Wolfsburg (Staðfest)
Jerome Roussillon er farinn til Union Berlín
Jerome Roussillon er farinn til Union Berlín
Mynd: EPA
Þýska félagið Union Berlín festi í dag kaup á franska vinstri bakverðinum Jerome Roussillon frá Wolfsburg.

Roussillon er þrítugur og hefur verið á mála hjá Wolfsburg frá 2018 en hann kom til félagsins frá Montpellier í Frakklandi.

Hann hefur glímt við meiðsli og veikindi á þessari leiktíð og aðeins komið við sögu í fjórum leikjum.

Frakkinn mun halda áfram að spila í þýsku deildinni en nú fer hann í toppbaráttuna.

Í dag samdi hann við Union Berlín til næstu ára en kaupverðið er ekki gefið upp.

Union er með 27 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum meira en Wolfsburg sem er í 7. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner