Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. febrúar 2020 14:15
Magnús Már Einarsson
Átta met sem Liverpool getur slegið
Geta slegið fjölda meta.
Geta slegið fjölda meta.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur unnið 24 af 25 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er taplaust hingað til. Liverpool getur slegið mörg met á Englandi ef liðið heldur áfram á sömu braut. Hér að neðan má sjá lista frá Sky yfir átta met sem Liverpool gæti bætt á næstu vikum.

Flestir sigrar í röð - 18 (Manchester City, 2017/18)
Hvenær getur Liverpool bætt metið? Gegn Watford 29. feb
Liverpool gerði jafntefli við Manchester United í október en hefur síðan þá unnið alla sína leiki. Ef Liverpool vinnur næstu þrjá leiki gegn Norwich, West Ham og Watford þá bætir liðið met Manchester City frá tímabilið 2017/2018 yfir flesta sigurleiki í röð.

Flestir leikir í röð án taps - 49 (Arsenal 2003/2004)
Hvenær getur Liverpool bætt metið? Aston Villa 11. apríl
Arsenal spilaði 49 leiki í röð án taps í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2003 og 2004. Liverpool tapaði síðast leik gegn Manchester City í janúar í fyrra og liðið gæti slegið met Arsenal í apríl ef liðið verður taplaust í næstu átta deildarleikjum.

Flestir sigrar á einu tímabili - 32 (Man City, 2017/18 og 2018/19)
Hvenær getur Liverpool bætt metið? Brighton 18. apríl
Liverpool þarf að vinna níu af þrettán leikjum sem eftir eru á tímabilinu til að bæta met yfir flesta sigra á einu tímabili. Manchester City vann 32 af 38 leikjum sínum 2017/2018 og 2018/2019.

Flest stig á einu tímabili - 100 (Man City 2017/2018)
Hvenær getur Liverpool bætt metið? Burnley 25. apríl
Manchester City fór í 100 stig 2017/2018 og 99 stig á síðasta tímabili. Liverpool náði í 98 stig á síðasta tímabili og líklegt er að liðið fari yfir 100 stiga múrinn á þessu tímabili. Liverpool má missa af ellefu stigum það sem eftir er tímabils en liðið fer samt yfir 100 stigin!

Flestir útisigrar á einu tímabili - 16 (Manchester City, 2017/18)
Hvenær getur Liverpool bætt metið? Arsenal (2. maí)
Liverpool á sjö útileiki eftir á tímabilinu en liðið þarf að vinna sex af þeim til að slá Manchester City við í fjölda útisigra á einu tímabili.

Flestir heimasigrar á einu tímabili - 18 (Chelsea, 2005/06; Manchester United, 2010/11; Manchester City, 2011/12 og 2018/19)
Hvenær getur Liverpool bætt metið? Chelsea (9. maí)
Fjögur lið hafa náð að vinna 18 af 19 heimaleikjum sínum á einu og sama tímabilinu. Liverpool hefur unnið alla 13 heimaleikina hingað til en liðið verður að vinna alla sex heimaleikina sem eftir eru til að ná metinu.

Lengsti tími án taps - 537 dagar (Arsenal 2003/2004)
Hvenær getur Liverpool bætt metið? Newcastle (17. maí)
Arsenal tapaði ekki leik í 18 mánuði 2003/2004 eða 537 daga. Liverpool þarf að klára tímabilið taplaust til að ná þessu meti en metið verður þá slegið 23. júní.

Mesta bil í næsta lið - 19 stig (Manchester City, 2017/18)
Hvenær getur Liverpool bætt metið? Man City (4. apríl)
Liverpool er með 22 stiga forskot á toppnum og ef liðið heldur yfir 20 stiga forskoti mun það setja met. Manchester City var 19 stigum á undan næsta liði tímabilið 2017/2018 og Manchester United vann deildina með 18 stiga mun tímabilið 1999/2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner