Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. febrúar 2021 18:40
Aksentije Milisic
Carragher segir kaup Leicester á Vardy þau bestu í sögunni
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Jamie Carragher hefur sagt að kaup Leicester City á framherjanum Jamie Vardy séu bestu kaup sem gerð hafa verið í sögu knattspyrnunnar.

Árið 2012 keypti Leicester Jamie Vardy fyrir eina milljón punda frá utandeildarliðinu Fleetwood Town. Síðan þá hefur leikmaðurinn orðið einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni.

Vardy, sem er orðinn 34 ára gamall, hefur skorað 116 mörk í úrvalsdeildinni og tókst honum að vinna deildina með Leicester árið 2016 eins og eftirminnilegt er.

„Það er hægt að nefna mörg kaup sem breyttu sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Eric Cantona til Man Utd, Dennis Bergkamp til Arsenal, Yaya Toure til Manchester City og Virgil van Dijk til Liverpool," sagði Carragher.

„Þetta voru hins vegar hátt skrifaðir landsliðsmenn sem voru á leið til liða sem voru að byggja lið til að vinna titla. Sagan með Jamie Vardy er einstök og enginn á roð í hana."

„Hann er keyptur frá utandeildinni. Þegar fólk mun tala um Leicester í framtíðinni verður talað um liðið fyrir og eftir kaupin á Jamie Vardy."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner