Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mán 12. febrúar 2024 11:10
Elvar Geir Magnússon
Casemiro var rangstæður í aðdraganda fyrra marks Man Utd
Mynd: EPA
Manchester United vann ákaflega mikilvægan 2-1 útisigur gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær. Stuðningsmenn Villa hafa látið í sér heyra á samfélagsmiðlum þar sem Casemiro átti að vera dæmdur rangstæður í aðdraganda fyrra marks United.

Manchester United fékk hornspyrnu þegar leikmaður Aston Villa setti boltann aftur fyrir undir pressu frá Casemiro. Endursýningar sýna að Casemiro var rangstæður þegar spyrnt var í boltann og var svo í baráttu um boltann.

Aðstoðardómarinn flaggaði ekki rangstöðu og eftir hornspyrnuna skoraði Rasmus Höljlund. Þá gat VAR ekki brugðist við því nýr kafli var hafinn í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner