Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 12. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Anton Logi Lúðvíksson.
Anton Logi Lúðvíksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Logi og Óskar Hrafn.
Anton Logi og Óskar Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með U21 landsliðinu.
Í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðast þegar Anton lék með Breiðabliki.
Síðast þegar Anton lék með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara mjög góð. Ég kom á fyrstu æfinguna í gær og mér leið eins og ég hefði aldrei farið. Þetta eru sömu strákar, þjálfarateymi sem maður hefur unnið með áður og umhverfið sem maður hefur alist upp í," segir Anton Logi Lúðvíksson, nýr leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Fótbolta.net.

Hann er mættur aftur heim eftir að hafa leikið í rúmt ár með Haugesund í Noregi.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Blika, fékk Anton Loga til sín í janúar í fyrra til Haugesund en Anton fékk ekki rosalega mikið að spila eftir að Óskar hætti þar í maí. Alls kom hann við sögu í 24 leikjum með Haugesund.

Anton Logi er 21 árs gamall miðjumaður og er uppalinn Bliki en hann hefur leikið 63 leiki fyrir liðið og skorað sex mörk. Hann var lykilmaður í liðinu áður en hann var seldur út eftir tímabilið 2023. Hann hefur leikið 28 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og einn A-landsleik.

„Eftir að boltinn fór af stað, þá gerðist þetta frekar hratt. Ég er mjög þakklátur fyrir að Haugesund og Breiðablik hafi náð saman og þetta hafi gerst hratt," segir Anton Logi en þetta var eitthvað sem honum langaði.

„Já, á þessum tímapunkti. Blikarnir lögðu mikið á sig til að ná mér heim og þá var þetta það eina sem mig langaði að gera. Þess vegna þetta hratt og skjótt fyrir sig."

Breyttist mikið eftir að Óskar fór
En hvernig gerirðu upp tímann í Haugesund?

„Þetta var fyrst og fremst mjög gaman. Góð reynsla. Maður fékk að sjá hluti í fótboltaheiminum sem maður hefði kannski ekki fengið að sjá hérna. En auðvitað var þetta mjög kaflaskipt líka. Ég fer út með Óskari. Hann fær mig út og þá veit ég hvað ég er að fara út í. Það gengur mjög vel til að byrja með en svo hættir hann frekar snemma og það kemur inn nýr maður sem er með allt aðrar hugmyndir," segir Anton.

„Tækifærunum mínum fór fækkandi eftir að hann tók við, þó ég hafi fengið einhverja leiki. Ég náði ekki að spila mig inn í það að spila alla leiki. Það var skemmtileg lífsreynsla að vera partur af öðruvísi umhverfi og sjá nýja hlið á fótboltanum."

Það breyttist mikið eftir að Óskar Hrafn hætti með liðið snemma á tímabilinu.

„Nýi þjálfarinn sá fótboltann öðruvísi en Óskar og vildi gera hlutina öðruvísi. Við vorum í bullandi fallbaráttu og hann vildi einfalda ákveðna hluti leiksins sem mér persónulega finnst ekki jafn spennandi. Maður vill alltaf sjá nýja hluti í fótboltanum og það er gaman að sjá hvernig maður höndlar það að vera í fallbaráttu. Þetta var líka góð reynsla," segir Anton sem lærði mikið af tíma sínum í Noregi.

Vildi bara koma heim í Breiðablik
Núna er hann kominn aftur heim í Breiðablik og er hann ánægður með þá ákvörðun.

„Ég fann það að þegar ég kom aftur og þetta var sama umhverfi, svolítið þungt og neikvæðni í kringum þetta. Ég fann að mig langaði að gera eitthvað annað. Ég fann að þetta var að fara að vera það sama. Ég passa ekki inn í það sem þeir voru að gera þótt þeir hafi verið að reyna og ég kunni að meta það. Ég vildi bara fara burt og koma heim," segir Anton Logi. Breiðablik var eini möguleikinn hér heima.

„Það kom eitthvað upp í janúar erlendis en ekki neitt sem fór eitthvað lengra. Ég ákvað að pæla ekkert í því meira og vildi bara koma heim."

Hann er spenntur fyrir því að spila aftur fyrir Breiðablik. „Ég tel vera fullt af möguleikum fyrir Breiðablik að verða enn stærra á Íslandi og vonandi gera betri hluti í Evrópu. Verða flottara félag alltaf, það er markmiðið," segir Anton en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem miðjumaðurinn ræðir meðal annars um muninn á Breiðabliki og Haugesund.
Athugasemdir
banner
banner