Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 12. febrúar 2025 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Már til Nacka (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga er Birkir Már Sævarsson að halda fótboltaferli sínum áfram. Hann var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Nacka FC í Svíþjóð. Liðið er í fjórðu efstu deild Svíþjóðar.

Valsarinn varð fertugur í nóvember og tók í fyrra sitt síðasta tímabil með uppeldisfélaginu. Fjölskylda hans flutti til Svíþjóðar fyrir tímabilið 2024 og Birkir er þangað mættur núna. Hann snýr aftur í sænska boltann eftir sjö ára fjarveru en hann lék með Hammarby á árunum 2015-17.

Birkir er hægri bakvörður sem lék á sínum ferli 103 landsleiki. Hann lék með Val, Brann og Hammarby á sínum atvinnumannaferli.

Hann verður í treyju númer 2 hjá Nacka. Hann mun klárlega koma til með að styrkja liðið og er mikil ánægja með komu hans til félagsins.

Tímabilið í sænsku C-deildinni hefst í lok mars.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner