Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er sagður líta á Florian Wirtz sem er draumaarftaka fyrir Kevin de Bruyne.
Það styttist í það að dvöl De Bruyne hjá Man City ljúki. Hann hefur verið frábær þjónn fyrir félagið en er kominn á aldur og er mikið meiddur.
Það styttist í það að dvöl De Bruyne hjá Man City ljúki. Hann hefur verið frábær þjónn fyrir félagið en er kominn á aldur og er mikið meiddur.
Wirtz hefur leikið frábærlega fyrir Bayer Leverkusen og þýska landsliðið en hann hjálpaði Leverkusen að vinna meistaratitilinn í Þýskalandi á síðasta tímabili.
Samkvæmt Bild hefur Man City mikinn áhuga á Wirtz en hann verður ekki ódýr.
Þessi tvítugi leikmaður mun mögulega kosta um 150 milljónir evra ef hann söðlar um næsta sumar.
Athugasemdir