Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
Hugarburðarbolti GW 20 Er Brian Mbeumo sonur Bob Marley?
Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Hugarburðarbolti GW 19 Versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2024
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Stöð 2 vs Þungavigtin
   mið 12. apríl 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Ejub: Spyr stundum hvort það sé í lagi með þetta fólk?
Ejub í spjalli við Fótbolta.net.
Ejub í spjalli við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við endum ekki í fallsæti.  Trúin og vonin deyr síðast.  Ég hef alltaf trú á sjálfum mér, liðinu og fólkinu í kringum mig.  Ég finn einhverja leið til að berjast og halda Víkingi í efstu deild í allavega eitt ár í viðbót.
,,Við endum ekki í fallsæti. Trúin og vonin deyr síðast. Ég hef alltaf trú á sjálfum mér, liðinu og fólkinu í kringum mig. Ég finn einhverja leið til að berjast og halda Víkingi í efstu deild í allavega eitt ár í viðbót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við endum ekki í fallsæti. Trúin og vonin deyr síðast. Ég hef alltaf trú á sjálfum mér, liðinu og fólkinu í kringum mig. Ég finn einhverja leið til að berjast og halda Víkingi í efstu deild í allavega eitt ár í viðbót," segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, en Fótbolti.net spáir liðinu botnsætinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Ólafsvíkingar enduðu í 10. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra en það er besti árangur í sögu félagsins. Eftir frábæra byrjun hjá nýliðunum þá vann Víkingur ekki leik í síðustu 13 leikjunum en slapp samt við fall. Eftir EM hléið gekk mjög illa hjá Ólafsvík og Ejub telur að þar hafi mögulega spilað inn í að einhverjum erlendum leikmönnum leið ekki vel í Ólafsvík, fjarri heimahögum sínum.

„Það getur verið. Menn fá heimþrá. Ólafsvík er ekki stór bær og ekki mikið að gera auk þess sem menn koma úr mismunandi menningu. Það er oft talað um að eitthvað slæmt hafi gerst en það var ekki þannig. Við fengum tíu stig í fyrstu fjórum leikjunum. Það er þekkt að nýliðar fái mörg stig í byrjun og falli síðan. Við komum vel undirbúnir til leiks og náðum í mörg stig í byrjun," sagði Ejub.

Vill frekar falla en að skilja félagið eftir í mínus
Níu leikmenn eru farnir frá Víkingi síðan síðastliðið sumar. Bæði er um að ræða leikmenn sem Víkingur vildi ekki halda sem og leikmenn sem vildu fara annað. „Ég vil ekki leikmenn sem líður ekki vel í Ólafsvík. Það græðir enginn á því. Við viljum leikmenn sem vilja verða betri í fótbolta og sýna sig í Ólafsvík," sagði Ejub.

Ólafsvíkingar fóru mjög rólega af stað á leikmannamarkaðinum í haust en að sögn Ejub leyfir fjárhagur félagsins það ekki að fá nýja leikmenn sem eru á heils árs samningum.

„Ég er nokkuð viss um að við erum að eyða langminnst af öllum liðum í deildinni. Sérstaklega ef þú dregur frá ferðakostnað og þess háttar. Ég hef oft sagt að ég vil frekar falla tíu sinnum heldur en að skilja félagið eftir í mínus sem tekur tíu ár að vinna sig úr. Ég fer ekki ofan af þessu," sagði Ejub en hann hefur af og til náð að fá efnilega íslenska leikmenn til Víkings undanfarin ár.

„Við höfum átt auðveldara með að fá stráka en mörg önnur lið úti á landi. Ég hef verið þokkalega sáttur við það undir 5-6 ár. Flestir þessir leikmenn sem hafa komið hafa farið betri til baka."

Tokic of dýr fyrir Víking
Hrvoje Tokic fékk bronsskóinn í Pepsi-deildinni í fyrra en hann raðaði inn mörkum með Ólafsvíkingum í byrjun móts. Í haust ákvað Víkingur að framlengja ekki samninginn við Tokic en hann fór á endanum í Breiðablik. Af hverju ákvað Víkingur að semja ekki áfram við Króatann?

„Þetta hefði verið alltof mikið fyrir okkur. Tokic er góður leikmaður og ég er nokkuð viss um að hann eigi eftir að standa sig vel áfram og skora mörk en þetta hefði verið of mikið fyrir okkur," segir Ejub.

Í stað Tokic hefur Víkingur fengið Guðmund Stein Hafsteinsson aftur í sínar raðir en hann spilaði með liðinu 2012 og 2013. „Mér finnst Guðmundur Steinn vera góður leikmaður, góður strákur og góður karakter. Hann hefur verið óheppinn undanfarin ár en í vetur hefur hann verið heill og æft vel. Ég býst við að hann geti gert góða hluti fyrir okkur."

Gengi Ólafsvíkinga hefur verið dapurt á undirbúningstímabilinu enda hefur lítið komið af liðsstyrk frá síðasta tímabili. Á meðan hafa ungir og efnilegir leikmenn Víkings fengið dýrmæta reynslu.

„Úrslitin hafa ekki verið góð en miðað við fyrstu kynni þeirra af meistaraflokki, á móti sterkum liðum, þá var þetta frábært. Ég var gríðarlega ánægður með ungu strákana. Ég myndi telja það vera forréttindi að vera svona ungur og fá tækifæri gegn bestu liðum landsins."

Æfingaaðstaðan til skammar
Æfingaaðstaðan í Ólafsvík hefur oft verið til umræðu en hún er sú langversta hjá liðum í Pepsi-deildinni yfir vetrartímann. Ólafsvíkingar eru með einn æfingahóp á heimaslóðum og annan í bænum. Fyrir vestan er æft á sparkvellinum og í íþróttahúsinu.

„Liðið hefur verið meira og minna í úrvals eða 1. deild undanfarin tíu ár og þetta er til skammar. Svo einfalt er það. Fólk í kringum mig er að reyna að skapa eins góða umgjörð og hægt er. Bæjaryfirvöld og aðrir sem geta gert þessa hluti betur gera það ekki."

„Þegar fólk talar um Víking Ólafsvík eins og lið sem hafi allt til alls og það sé sjálfsagt að það sé í úrvalsdeildinni, þá spyr maður sig stundum hvort það sé í lagi með þetta fólk? Það eru dæmi út um allt land um lið sem hafa haft 5-7 útlendinga. Til dæmis Fjarðabyggð og á króknum. Það er fullt af liðum úti á landi sem gera þetta og spila í 2. deild eða 3. deild."

„Mér finnst stundum eins og fólk gleymi sér. Kannski er þetta bara bull hjá mér og kannski er þetta eðlilegt. Það kemur í ljós. Tíminn er besti dómarinn. Við sjáum hvort einhver endurtaki svona án þess að setja bankann eða bæjarfélagið á hausinn,"
sagði Ejub.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 12. sæti: Víkingur Ó.
Ejub: Spyr stundum hvort það sé í lagi með þetta fólk?
Pape: Var ákveðinn í að flytja í burtu frá Íslandi
Athugasemdir
banner
banner