Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. maí 2021 16:25
Ívan Guðjón Baldursson
Atli Hrafn til ÍBV (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: ÍBV
ÍBV var að fá til sín liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni. Kantmaðurinn Atli Hrafn Andrason er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Eyjamenn.

Atli Hrafn er fæddur 1999 og á 23 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Atli hefur spilað með Víkingi R. og Breiðablik í efstu deild og verður þetta hans frumraun í Lengjudeildinni.

ÍBV er spáð toppsætinu í Lengjudeildinni en liðið byrjaði tímabilið á 3-1 tapi í Grindavík.

Atli skoraði tvö mörk í tólf leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Eitt markið skoraði hann fyrir Víking og hitt fyrir Breiðablik.

„Við viljum bjóða Atla Hrafn velkominn til félagsins.

„Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!"
segir á vefsíðu ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner