Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. maí 2021 15:35
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp hefði gert eins og Solskjær - Sendi Pep skilaboð
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp svaraði spurningum í dag og var meðal annars spurður út í liðsval Ole Gunnar Solskjær í 1-2 tapi gegn Leicester um helgina.

Tap Manchester United þýðir að nágrannarnir í Manchester City eru orðnir Englandsmeistarar á ný.

Solskjær gerði tíu breytingar á liði Man Utd á milli leikja, enda er liðið að spila þrjá leiki á fimm dögum.

„Ég bjóst við þessu byrjunarliði, þeir eru að spila sunnudag, þriðjudag og fimmtudag. Það er glæpur. Þetta er ekki Ole eða leikmönnunum að kenna. Ég hefði gert það sama og hann," sagði Klopp, sem var svo spurður út í Englandsmeistaratitil Man City.

„Frábært afrek, til hamingju. Ég sendi Pep og Ilkay skilaboð í gærkvöldi. Þetta var mjög erfitt ár fyrir allan heiminn en það sem City hefur afrekað á tímabilinu er sérstakt.

„Þegar þú hefur mikla fjármuni og þekkingu á knattspyrnu þá áttu góða möguleika."

Athugasemdir
banner
banner
banner