Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. maí 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Sporting vann langþráðan meistaratitil
Mynd: EPA
Sporting frá Lissabon tryggði sér í gær portúgalska meistaratitilinn en nítján ár eru síðan liðið hampaði titlinum síðast.

Þrátt fyrir að hafa selt stjörnuleikmanninn Bruno Fernandes á síðasta tímabili hefur lið Sporting verið magnað á þessu tímabili.

Sporting er án ósigurs í þeim 32 umferðum sem eru búnar og á möguleika á því að verða fyrsta liðið í sögu portúgölsku deildarinnar til að fara í gegnum allar 34 umferðirnar án þess að tapa.

Porto og Benfica eru einu liðin sem hafa unnið portúgölsku deildina síðan Sporting vann síðast. Benfica er sigursælasta lið landsins með 37 titla, Porto er með 29 og Sporting 19.

Sporting innsiglaði titilinn í gær með 1-0 sigri á Boavista. Leikið var á tómum velli vegna Covid-19 en eftir sigurinn fóru leikmenn og fögnuðu fyrir utan leikvanginn með stuðningsmönnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner